Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Eftir skemmtilega kaffihúsaferð, þar sem auðvitað var drukkið kaffi, ætti maður að setjast niður og klára heimaverkefnið sitt. En nei, fröken Sigurrós fer að blogga!! Enda er ég ekki að fara að sofa eftir að hafa fengið mér kaffi þannig að nægur er tíminn.
Það er alltaf gaman að fara á kaffihús og sérstaklega með Signýju vinkonu, eðalkaffihúsakona. Og Sigrún mín litla kom líka með, maður verður nú að fara að gera hana að meiri kaffihúsakonu!!
Og heitar umræður yfir kaffibollanum voru um karla, börn og svo námið. Og ýmislegt fræddist maður um meðgöngu, það er hægt að fá sykursýki þegar maður er óléttur!! Hver vissi það nú, allt er til sko.
En meðganga heillaði mig ekkert voða mikið, alltof mikið vesen og eitthvað. Enda er ég nú ekki á leiðinni að fara að eignast börn!! En mig hlakkar mikið til ,þegar Signý fæðir að geta passað það og dekrað svolítið við barnið og svo auðvitað að versla á það föt!! En svo er voða gott að geta skilað því til baka.
Og svo er Helga frænka mín að verða mamma!! Mér finnst það alveg ótrúlegt, en ætli ég verði ekki bara síðust að eignast barn. Enda hef ég nóg annað að gera og hugsa um, t.d. mig og aftur mig og já mig!!
Og það er bara gaman að vera frænka, maður getur gert allt það skemmtilega með frænku eða frænda sínum.