Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, janúar 26, 2004

Og sjónvarpið hefur náð völdum!!
Ég var rétt í þessu að horfa á Legally Blonde 2 og þemað í myndinni náði alveg til mín. Ég var búin að finna bleika kjólinn minn og fjólubláu skóna mína, krullujárnið og blómatöskuna mína, tilbúin til að segja heiminum að elska hvert annað og lifa lífinu bleikt!! Aðalpersónan, Elle Woods, var mætt í Washington til að setja fram lagafrumvarp gegn prufun snyrtivara á dýr og auðvitað vann hún!! Með því að ná til innri mannsins í mannfólkinu með sínum einstökum sjarma náði hún sínu fram. Hún vann á hefðum og venjum svartklæddu og hrokafullu þingmannanna með bleikum pennum og lyktandi blöðum, og þetta fannst mér alveg frábært!! Breytum heiminum með litum og verum við sjálf!!
En svo skipti ég yfir á næstu stöð og sá þar American Idol, sem er gjörsamlega að tröllríða heiminum í vinsældum og þá sá ég að sumu fólki er bara ekki bjargað. Kannski er bara gott að hafa þessa jakkaklæddu menn að hugsa um lagafrumvörp og ýmsar hefðir og venjur eru bara all good.
Bleikur litur rokkar og svartur reyndar líka þar sem hann gengur við allt. Kannski er bara gott að við séum ekki öll eins, að sumir ganga í bleiku og sumir í svörtu og þannig fáum við að vera við sjálf.
Og núna ganga fræga fólkið inn rauða dregilinn til að fá viðurkenningu fyrir vinnu sínu sem við almenningur fylgjumst spennt með, hvort sem við erum Elle Woods eða einhver vitleysingurinn sem heldur að hann geti sungið. Og vá hvað sumir leikararnir eru sætir, það sakar nú ekki.
Vive le television!!!