Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, janúar 25, 2004

Skúra, skrúbba, bóna......, já nú er ég búin að vera í dag að þrífa og þrífa. En ekki heima hjá mér, ó nei. Ég er búin að vera þrífa upp skít eftir framtíð Íslands, þar gæti leynst næsti forseti eða hver veit hvað. En þessi blessaða framtíð Íslands kann sko að skíta út!! Og það er fyrir mig, aumingjas stúdentinn sem þrælir sér áfram að þrífa eftir þau.
Fyrir ykkur sem ekki vita er ég að skúra í grunnskóla sem Reykjavík stendur fyrir og er hann staðsettur á Korpúlfsstöðum, einu stærsta kúabúi á Íslandi á sínum tíma. Í dag er í húsinu grunnskóli, golfklúbbur og einhverjir listamenn sem eru ansi duglegir að færa til háværa hluti. En húsnæðið er fagurt og gamalt og stundum sé ég til nokkura músa þarna heilsa upp á mig þegar ég ber út stóra svarta poka uppfulla af rusli.
Og svona fór hvíldardagurinn fyrir mér þar sem segja mætti að hvíldardagurinn var hjá mér í gær. Og aumingjas stúdentinn ætlaði að vera svo dugleg að læra um helgina, en viti menn sjónvarpið vann á og sigraði og þegar maður týnir sér í fróðleik sjónvarpsins er ekki aftur snúið!!