Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Því eitt sinn verða allir menn að deyja......
Á tvítugsaldri og í blóma lífsins missti vinkona mín föður sinn nýlega. Aldrei bjóst ég við að sjá vinkonu mína missa föður sinn svona unga. En maður spyr víst ekki að því, fólk kemur og fer.
Útför hans fór fram í gær og var bæði falleg og hugljúf, en erfið og sorgleg. Faðir hennar var aðeins 49 ára gamall og var bráðkvaddur nú nýlega. Hann var fullur af lífi og fjölskylda hans var mjög samrýmd. Ef maður kynntist einu af þeim, kynntist maður þeim öllum.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig henni líður núna, að setja sig í hennar spor er óhugsandi fyrir mig. Að missa foreldra sína er ábyggilega eitthvað það erfiðasta og sárasta sem maður þarf að ganga í gegnum í lífinu. Og þakka ég guði fyrir það á hverjum degi að eiga bæði foreldra mína að. Þó svo að þeir fari í taugarnar á manni og eru erfiðir, þá eru þeir alltaf til staðar ef eitthvað bjátar á.