Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Eftir að hafa skrifað mest bullgrein um ekki neitt, þá streymdu inn í hugann alls konar bull hugmyndir. Alltof mikið bull!!
En ég er búin að vera ofsa dugleg í dag, enda rosa löt í gær. Byrjaði daginn hjá henni Láru vinkonu minni þar sem var verið að plana árshátíðina, fór svo að heimsækja afa minn gamla í Hafnafirði(en hann er nú samt alltaf kallaður afi í Kópavogi) og skoðaði geisladiskana hans. Ég fékk nokkra (réttar sagt 15) góða djassdiska lánaða og í bílnum mínum mun heyrast í billie holiday o.fl. framundan. Uuuummm...., alltaf gott að hlusta á eitthvað nýtt, þó svo að þetta sé ekki ný tónlist er margt af þessu nýtt fyrir mér. Hann afi minn er algjör snilli og veit alveg ótrúlega mikið um tónlist og hefur alls konar sögur að segja. Svo var förinni heitið heim á leið þar sem beið mín verkefnavinna og vinkonurnar komu við; helmingurinn af tímanum fór að rabba og smábrot af tímanum fór í að læra. Hitt smábrotið sem er aðeins meir en læribrotið fór í að borða popp og drekka kók. Það er nauðsynlegt að næra námsmenn! Svo var búðarferð næst, enda þarf að næra námsmanninn á kvöldverð og búðarferðin endaði á pizzustað. Æ, þetta er ljúft líf og ég nennti ekki að elda. Og með pizzu fylgir sjónvarpsgláp....., en ég er samt búin að vera ossa dugleg í dag.
námshestur er prestur!!!


Oooohhh, ég gleymdi. Ég hélt tískusýningu fyrir vinkonurnar, nýju skórnir fóru voða vel við kjólinn minn sem ég mun vera í á árshátíðinni!!