Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, febrúar 02, 2004

Ég tel mig vera tekna við af tveim systrum mínum sem hrakfallabálkur fjölskyldunnar!!
Á föstudaginn þrykti ég skápahurðinni inn á baði í andlitið á mér, sem gerði það að verkum að ég fékk sár á aðra kinnina. Svo á laugardaginn uppgötvaði ég marblett á bakinu, já á bakinu af öllum stöðum. Hvernig ég fékk hann er mér hulinn ráðgáta. Svo í gær dúndraði ég fætinum í skrifborðið mitt þar sem ég ætlaði að setja hann upp á borð og litla táin á vinsti fæti var ekki sátt. Og í dag rak ég annan handlegginn í hurðarhún.
En samt á systir mín, hún Karitas, það besta!! Hún hljóp á vegg fyrir tveim vikum síðan og brákaði á sér höndina.
Ég held að við systur séum bara svolítið klaufskar af og til, og hélt ég að ég væri laus við þetta. En eftir afrek mín um helgina er ég farin að telja annað.
Eldri systir mín og yngri eru þekktar fyrir að labba á hluti og meiða sig á ólíklegustu stöðum. Hurðir og þröskuldar eru t.d. mikið fyrir þeim.