Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Mikil umræða hefur verið undanfarið um fegurð, útlit og lýtaaðgerðir. Þegar ósköp venjuleg kona, sem er fremur myndarleg að flestra mati og á besta aldri, þarf að fara í 5 milljóna króna lýtaaðgerð, þá er eitthvað að. Þegar tíu ára stelpa vill fremur vera í skóla fyrir of þung börn þar sem hún finnur fyrir öryggi og henni ekki strítt en með meðal kennslu, heldur en skóla með betri menntun og takast á við alvöru lífsins, er eitthvað að. Þegar fólk er farið að kæra sjónvarpsstöðvar og fólk fyrir það eitt að sjá brjóst, er eitthvað að. Vissulega eru tvær hliðar á þessum málum, en er þetta ekki orðið fremur too much?
Rut Reginalds, okkar ástsæla barnastjarna, er á leiðinni í lýta- og fegurðaraðgerð. Ég spyr, af hverju? Ég hef nú alveg séð verra statt fólk en hana.
Lýtaaðgerðir eiga vissulega rétt á sér, þar sem lýti getur verið fremur leiðinlegt og getur jafnvel verið hættulegt. Systir mín var bitinn af hundi þegar hún var rúmlega 8 ára og þurfti hún að fara í lýtaaðgerð til að laga örin eftir bitinn. Það finnst mér vera réttlátanlegt. En þegar kona eins og Rut Reginalds, sem er að mínu mati alveg ágætlega myndarleg, þarf að fara í lýtaaðgerð vegna nefs(sem er ósköp venjulegt nef) fyrir það eitt að henni finnst það ljótt, tel ég aðgerðina ekki réttlátanleg. Hvað varð um að vera sáttur við það sem maður hefur og það sem maður er þar sem Guð skapaði okkur svona?
Annað atriðið sem ég nefndi er 10 ára stelpa(þetta er reyndar úr sjónvarpsþætti, but a damn good one!) sem er í sérstökum skóla fyrir feit börn. Móðir hennar sendi hana þangað þar sem hún hafði gefist upp á að reyna að laga matarræði dóttur sinnar. Og hvað varð um, deal with it woman!! Kannski reyndist vandamálið ofviða fyrir móðurina, en foreldri verður að takast á við öll þau vandamál sem fylgja barni sínu. Vissulega eru "vandræði" barna misjöfn og foreldrar með fötluð börn fá aðstoð þar sem þau börn geta ekki séð um sig sjálf og mikið álag er á foreldrum sem þurfa að sjá um börnin sín 24/7. Offita er vissulega stórt vandamál og ekki auðvelt að finna úrlausn á. En í flestum tilvikum er vandamálið sjálft sjálfræðilegt en ekki offitan. Fólk sem á við t.d. þunglyndi o.fl. að stríða leitar í mat sem ákveðna huggun. Þannig að senda barnið sitt í öruggt umhverfi og láta aðra takast á við vandan og láta offituna vera ásættanlegt er ekki rétta leiðin að mínu mati. Bara taka á því!!
En það sem ég ætlaði nú mest að tala um er að stelpan var sett í annan skóla til að losna við aukakílóin þar sem hún bjó við öruggt umhverfi þar sem allir hinir krakkarnir voru líka offeitir. Og hún vildi ekki skipta um skóla, því þá þyrfti hún að takast á við stríðni. Og hvað svo næst, skóli fyrir rauðhærða, skóli fyrir of mjóa, skóli fyrir gleraugnagáma o.fl. og fl.? Nei ég bara spyr. Ætlum við gjörsamlega að fara að ofvernda börnin okkar og gera þau að aumingjum? Ég meina erum við ekki á leiðinni til þess? Í dag í Bandaríkjunum er verið að stækka alla skammta. Fólk getur keypt föt í sama númeri og fyrir 20 kílóum síðan, framleiðendur hafa breytt stærðarnúmerum fyrir feitt fólk. Come on, get að life!!
Að lifa í blekkingu er ekki gott. Vandamálin eru til þess að takast á við eins og vitur kona sagði eitt sinn, en maður þarf að gera það rétt, og stundum þarf bara breytt viðhorf til þess að vandamálin fari að leysast.
Og svo að þriðja atriðinu. Fólk er að kæra CBS og Janet Jackson, fyrir smá brjóstaskot og segja að ungdómurinn(sem by the way er alveg vitlaus núorðið að láta setja hring eða aðskotahluti í geirvörturnar á sér) hafi orðið fyrir skaða, varanlegum andlegum skaða!!!!!!!! Ein kona sem ætlar að kæra þau segist hafa orðið fyrir andlegu áfalli. Og hvað gerist þegar hún lítur í spegil nakin, ekki er hún að kæra sjálfa sig!!
Vissulega er hægt að gagnrýna gjörðir Justins og Janets, en að fólk hafi orðið fyrir áfalli og varanlegum skaða er alveg út í hött!!
Niðurstaða: The world is going crazy!!!