Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, febrúar 09, 2004

Og hvað skal segja?
Þegar ég leit út um gluggann í morgun var snjór úti, enn snjór!! Og ég hóf leitina miklu að ullarsokkunum þegar ég steig úr rúminu á mjúku gæruna. Uuummm..., en mér var samt kalt.
Og alltaf er kalt úti, og ekki fer honum hlýnandi. Þá er best að liggja undir teppi með heitt kakó og hafa það notalegt.
En stundum er gott að sleppa sér og dansa eins og trítilóður pudle-hundur um götur Reykjavíkur!!