Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, mars 16, 2004

Ef það er eitt þá er það allt!!
Þar sem ég er bláfátækur námsmaður sem vinnur eins og þræll, hlaðast á mig hlutirnir til að borga þessa dagana. Ekki nóg með það að þessi blessaði skóli sem ég er í ætlar að láta stúdenta borga skráningargjaldið í næstu viku þegar enginn á pening, heldur er bíllinn minn í ólagi og gæti það kostað mig einhverja þúsundkalla!!
En hvað getur maður annað en brosað þegar sólin skín svona glatt á mann eftir regnið mikla. Peningar eru bara peningar og eins og mamma mín segir, þetta reddast allt saman.