Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

laugardagur, mars 27, 2004

Það er ótrúlegt hvernig fólk getur upplifað mann á ólíkan hátt.
Í gær var síðasta vísindaferð íslenskunnar, og ótrúlegt en satt þá mætti mín ekki. Ástæðan var einfaldlega sú að ég var þreytt og nennti ekki þar sem ég ætlaði ekki að fá mér öl þetta kvöldið. En þar sem söknuðurinn jókst um kvöldið til allra íslenskunemana ákvað ég og Lára vinkona mína að kíkja á liðið á Jón forseta. Þar sem nokkrir, ef ekki allir höfðu fengið sér sykurlausan bjór í vísindaferðinni voru nokkur orðin hífuð. En nóg um það.
Umræðurnar snérust um margt þetta kvöldið og þar á meðal um skap okkar Sögu vinkonu minnar og var Jón Gestur þar fremstur í flokki segjandi að ég og Saga værum líkar í skapi, verðum aldrei reiðar!! Við Saga erum alls ekki líkar í skapi að mínu mati og get ég ekki ímyndað mér hana sýna reiði, enda játaði hún það að hún er ekki reið lengi. En hún lét í sér heyra í gær stelpan og var það allt í góðu lagi. Ég sjálf er nú ekki mikið að skeyta skapi mínu á almannafæri, enda hafði ég ekki öl um æðar mér og var ekkert að æsa mig yfir þessari skoðun hans, hélt bara ró minni eins og siðprúðuð ung stúlka og það kom mörgum á óvart hversu róleg ég væri svona á djamminu. Flestir eru vanir mér sem hressri og fyrirferðamikilli á djamminu, en rólegheitin lágu í loftinu í kringum mig, þó hress ég væri líka.
En þeir sem þekkja mig best vita það að reið get ég orðið og látið í mér heyra með hárri raust, en læt það ekki vera mitt meginskap enda er glaðlyndi gulls ígildi.