Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, mars 28, 2004

Ég held ég hafi séð leiðinlegustu mynd sem gerð hefur verið í gær. Myndin heitir Punch-drunk love og leikur Adam Sandler í henni sem er alltaf skemmtilegur, en þessi mynd slær öll met um að vera tilgangslaus og leiðinleg kvikmynd. Við vinkonur vorum ekki ánægð með þetta þar sem kvöldið átti að vera náðugt fyrir framan sjónvarpið, en við sátum stórhneykslaðar yfir ömurlegri mynd sem fjallaði nákvæmlega ekki um neitt!!En Robin Williams og Al Pacino stóðu fyrir sínu í Insomnia sem var sýnd á stöð eitt þannig að sjónvarpsletikvöldið eyðilagðist ekki gjörsamlega.
En nú kallar lærdómurinn háum rómi á mig þar sem letin hefur náð yfirtökum undanfarið og lærdómnum sárvantar athygli.