Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, mars 22, 2004

Jæja, þá er helgin búin. Þetta var hin fínasta helgi, allavega matarlega séð. Á föstudaginn var skellt sér á Pizza Hut þar sem stjórnmálaumræðurnar héldu áfram eftir mjög svo skemmtilega vísindaferð til Sjálfstæðisflokksins. Örugglega ólíkt flestum ef ekki öllum var ég nokkuð sammála mörgu sem sjálfstæðismenn sögðu, enda kemur maður úr svoddan sjálfstæðisfjölskyldu.
Nú svo á laugardaginn var farið í sumarbústað með vinunum og þar var sko stjanað við mann! Drengirnir sáu alfarið um þetta, innkaupin, eldamennskuna og uppvaskið. Strákar mínir þið stóðuð ykkur frábærlega og eigið hrós skilið. En þar fengum við grillað svínakjöt með öllu tilheyrandi og matarveislan hélt áfram langt fram á kvöld.
Svo þegar maður komst í menninguna bauð Lára vinkona mér í mat, tortillas með hvítvíni. Ég get alveg sagt ykkur það að þetta bara gerist ekki betra.
En ég sé fram á það að nú verður maður að fara hjólandi á hverjum degi að skúra ef maður ætlar að brenna þessu öllu, en ég þarf svo sem ekki á því að halda. Fínt að hafa smá utan á sér.
Og enn bætist við fólk sem er að blogga og hef ég bætt við stúdentum sem eru með mér í íslensku, þ.e. Jón Gesti, Gulla, Tótu og Maríu. Tjekkit!