Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, mars 26, 2004

Jæja, þá er komið að því. Maður er búin að velja fyrir næstu önn og þá er ekki aftur snúið. Ég verð með samtals 45 einingar á næsta ári sem er svona töluvert meira en hinn average nemandi á að vera með. En þar sem ég er svolítið léttgeggjuð og ætla mér að útskrifast á næstu vorönn verður þetta bara að vera svona. Ég ætla bara að hætta að vinna og vera bara niðrí bæ all day long næsta vetur.
En þessi vika er búin að vera helvíti að fá út rétta útkomu fyrir námskeiðaval fyrir næsta vetur, ég hef velt þessu fram og tilbaka og reiknað fram og tilbaka allar þær einingar sem ég á eftir og útkoman komst loksins á í gærkveldi.
Svo verður maður bara að sjá til hvort þetta gangi eða ekki, allavega verður reynt á þetta.
En best að fara að vinna.