Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, apríl 05, 2004

Dans er list, ekki íþrótt!!
Misskilningur í langan tíma hefur farið á milli manna um það að dans sé íþrótt þar sem líkaminn er mikið notaður í dansi. Mín skoðun er aftur á móti önnur. Vissulega notar maður líkaman þegar maður dansar og þarf að vera í góðri æfingu. En það sem gerir dansara að góðum dansara er tjáning hans á hreyfingunum. Því er dans ákveðið listform, þar sem dansari tjáir ákveðnar tilfinningar með hreyfingum sínum.
Það sem aðgreinir t.d. boltaíþróttir og dans er það að keppt er í boltanum. En þá segja margir að keppt er líka í dansi. Vissulega er keppt í dansi, en aðeins einum hluta af honum, þ.e. samkvæmisdönsum. En aðrar greinar af dansi, s.s. ballett er ákveðið tjáningarform á tilfinningum, viðburðum o.fl. Boltaíþróttir snúast hins vegar fyrst og fremst um keppni. Einnig verða boltamenn að vera hæfileikaríkir, en á annan hátt en dansarar. Og við teljum tónlist vera listform og söngvakeppnir eru þekktar þar sem keppt er. Og líkamsbygging getur skipt máli fyrir tónlistarmenn svona ef við tökum allt inní reikninginn. En tónlist er list.
Og líkt og öll list í dag eru til misgóðir dansarar. Fólk fer út á lífið um helgar og dansar og þar er nú ekki mikið um mikla list, en þeir sem vinna við að dansa eru miklir listamenn, bara misgóðir. Þessu mætti líkja við tónlist og myndlist. Til eru misgóðir tónlistarmenn og málarar.
Sumir skilja ekki hvers vegna skák er talinn vera íþrótt, en það dæmi nota ég til að rökstyðja mitt mál. Skák er keppnisíþrótt og þar er ekki verið að tjá miklar tilfinningar og ekki skiptir máli í hvernig formi kroppurinn er.
La vie est une arte!!