Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, apríl 09, 2004

Þá er maður kominn í sveitina, í heimsókn til pabba. Ég fór í göngutúr áðan með litlu systur minni og gekk meðfram sjónum og var búin að gleyma hversu yndislegt það er að komast í burtu frá borginni, engin hávaði bara sjávarniðurinn. Engin umferð, bara smábæjarfílingurinn.
Og loksins er páskafríið komið og dagurinn er búin að vera rólegur. En undanfarið hefur verið nóg að gera, skóli, vinna og slíkt. Á þriðjudaginn var haldin aðalfundur Mímis og var ég kosinn gjaldkeri Mímis sem er nemendafélag stúdenta í íslenskum fræðum við Háskólann. Þannig að nóg verður að gera á næsta skólaári.
En nú tekur afslöppun við og ánægjustundir með fjölskyldunni um páskana. En einnig verður lærdómurinn fyrir hendi þar sem stutt er í prófin.
Gleðilega páska, tout le monde.