Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ég er með kvef og er umkrind tissjúum. Ég nenni ekki að vera veik, að vera veik er fremur valkostur(sem ég neyðist stundum til að velja) hjá mér en eitthvað sem bara kemur fyrir mann. Og svo er ég líka að læra, eða reyna það og hangi inni í þessu dásemdarveðri þegar börnin leika lausum hala um göturnar þar sem skólar eru komnir í páskafrí.
Og viðfangsefnið í dag og næstu daga er sköpunarsagan í Biblíunni og grísk goðafræði. Og ég er tóm í hausnum eftir að hafa hleypt út öllum mínum hugmyndum um þetta efni. Eflaust hefur eitthvað af hugmyndum farið í tissjúið eða er fast þar sem mikil þrýstingur umlykur hausinn á mér akkúrat núna.
En nýi félaginn minn bíður eftir mér heima, glansar líkt og nýtt gull, bíðandi að ég setjist á fákinn og njóti veðursins. Við áttum góða stund saman í gær, fórum í skólann saman og þar var hann stilltur og prúður líkt og honum einum sæmir. Á heimleiðinni var hann einstakur.
Auðvitað er ég að tala um nýja hjólið mitt sem ég fékk frá foreldrum mínum(öllum fjórum) og stóru systir. Takk fyrir kaggann fjölskyldan mín!!