Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, apríl 30, 2004

Í gær hjólaði ég niðrí bæ á hvíta fáknum mínum, í þessu líka yndislega veðri. Það eru engar hlífar yfir dekkjunum hjá mér svo bleytan fór öll á andlitið og bakhlutann og augljóslega hefur einhver drulla farið með því þegar ég kem á bókhlöðuna og skunda beint inná bað til að þurrka mér, blasir við mér ófögur sjón. Það hefði mátt halda að ég hafi verið í þvílíkri moldarvinnu þar sem andlitið á mér var þakið drullu og bleytu. Þegar ég gekk inní bókhlöðuna í mínu sakleysi, stóðu nokkrar svaka píur með make-upið og ilmvatn dauðans og litu á mig eins og ég væri algjör nörd. Þegar ég svo áttaði mig á útliti mínu, leið mér eins og stelpunni í bíómyndunum sem er aðalnördið og allar beiburnar flissa af. Nörd er viðurnefni sem ég er oft kölluð undanfarið af ákveðnum aðila, sá aðili segir að ég geri ekki annað en að þrífa og læra. Satt er nú það þar sem ég geri ekki annað en að læra og þrífa inn á milli. Ætli ég sé þá ekki algjört nörd sem á ekkert líf og sem er litið niður á af pæjunum (sem eru örugglega í viðskiptafræði!!) á bókhlöðunni.
En nóg um mitt fábreyttna líf, lærdómurinn kallar og nú er það endurreisnin og bókmenntir 1600-1800 á Íslandi. Íslenskar bókmenntir eru skemmtilesning.