Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Loksins fann ég mér sæti hér á bókhlöðunni....., mætti halda að það væru að koma próf!!
En já maður er víst komin heim; heim á klakann og hversdagslífið tekur við.
Það var gaman í London, allt öfugsnúið og alltof mikið af fólki. En við vinkonur náðum að skemmta okkur konunglega þó svo að við hittum enga af konungsfjölskyldunni. Við okkur tók bara risastór hlið, með gyllingum á og engin Beta né Kalli að bjóða okkur í te. En við fundum okkur bara annað að gera, versluðum, versluðum og versluðum og já fengum okkur tattoo!! Jú, jú rétt er, dansirósin er komin með tattoo og hvað haldiði að ég hafi fengið mér??
En nú tekur við lærdómur og endalaus lærdómur!! Næstu þrjár vikurnar mun ég hanga á svæði 101, annað hvort á bókhlöðunni eða Eggertsgötunni og er búin að birgja mig upp af nammi til að eiga í próflestrinum.
Gangi öllum konum og körlum vel í prófunum!!