Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, apríl 26, 2004

Það var skundað útí ísbúð eftir prófið í dag, okkur Láru fannst við eiga það skilið. Við röltuðum um vesturbæinn, sólin skein og vindurinn blés í kinnarnar á okkur. Sumarið er að koma og allt er farið að blómstra, grasið farið að grænka.
Prófið var í bókmenntasögu, bókmenntir frá upphafi til 20. aldar. Hvernig gekk kemur í ljós seinna.
Það sem eitt sinn var, kemur aldrei aftur. Það sem mun koma er óvissa, það sem við höfum í dag er lífið, ástin og tilveran. Njótum þess.