Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, maí 03, 2004

Í dag fór ég að heimsækja lítinn snáða, Smára Sigurðsson, sem kom í heiminn þann 1. maí síðastliðinn. Hann er yndislegur, pínkulítill og sefur allan daginn. Hún Signý vinkona mín var sem sagt að eignast sitt fyrsta barn og heimsótti ég S-in þrjú í dag á sængurdeildinni og veit ég ekki hver brosti mest, en þau eru mjög hamingjusöm, þau Signý og Siggi, með litla drenginn enda ekki hægt annað því hann er algjört yndi!!
Og hann Bjössi frændi minn er 23ja ára í dag.
Til hamingju!!