Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, maí 28, 2004

Þegar ég vaknaði í morgun tók á móti mér ekkert nema fuglasöngur og ferskt loft, ég er komin í sveitina. Og hér verð ég í sumar að vinna mér inn smá aur fyrir öllum skuldum síðastliðinn veturs. Fiskurinn bíður spenntur að ég handlangi hann, en fyrst verður sett upp ný lína í frystihúsið svo hægt sé að mæla frammistöðu hvers og eins í stað alls hópsins líkt og í gamla daga.
En nóg er að gera í sveitinni, á hvítasunnudag mun systir mín ganga að altarinu og játa trú sína á Krist og Guð. Litla systir mín, sem var fyrir skömmu bara tveggja ára með ljósa lokka og alltaf brosandi er orðin unglingur og er að fara að fermast. Tíminn líður sko hratt á gervihnattaröld og skrýtið hvað hlutirnir breytast þó svo að það virðist hafa verið í gær sem ég var að ærslast með systur mínar yngri þegar þær voru litlar.
Síðastliðnir dagar hafa verið yfirfullir af verkefnum, bæði að klára allt áður en haldið var útá land og að redda hinu og þessu fyrir veislu ársins hjá fjölskyldunni.
En einkunnir eru allar komnar og stóð rósin sig bara vel þessa önn, fyrir utan d******bókmenntasöguna. Ég verð að segja að ég eigi hrós skilið, 23 einingar í háskóla og 60% vinna, geri aðrir betur!! Tjjaaa, kannski Bjarki, en reyni aðrir að gera betur en hann!! I doubt it!!