Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, maí 20, 2004

Fjölskyldan fór í hátíðarrúnt í dag. Keyrt var um Suðurlandið og var fyrst stoppað á Selfossi þar sem keyptir voru drykkir í "kaupfélaginu" gamla sem tilheyrir keðju kennd við Nóatún í nútímanum. Synd og skömm með blessaða kaupfélagið. Síðan var keyrt austur fyrir heiðar og keyrðum um Árnesið og stoppuðum hjá Hjálparfoss þar sem nesti var tekið upp og gæddum við okkur á heimabakstri okkar systra. Fyrst þegar ég koma að Hjálparfoss var ég nú rétt svo tveggja mánaða gömul. Við fengum að kíkja inní Búrfellsvirkjun sem er ekki langt frá og skoðuðum við okkur um þar inni. Ekki lék veðrið við okkur, rigning og rok. En ég hafði góðan sögumann með mér, ég sat nefninlega hliðina á afa mínum sem er mikill sögumaður og hefur frá mörgu að segja. Síðan var brunað í bæinn eftir vætusaman en skemmtilegan dag.