Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, maí 21, 2004

Ég er búin að komast að því að ég er fremur kaldlynd manneskja, allavega get ég orðið það við fólkið sem stendur mér næst. Ég er ekki hlý manneskja svona innst inni. Ég hef ekki alltaf komið vel fram við fólk sem mér þykir vænt um og stundum á ég erfitt með að biðjast afsökunar og vera hlý og góð.
Einu sinni var ég skömmuð í vinnunni fyrir að vera með reiðisvip, ég ætti að vera glaðlynd og með venjulegan svip. Ég áttaði mig bara ekki á þessum reiðisvip mínum og lagfærði svip minn strax. Ég áttaði mig bara ekki á þessu. Oft við fyrstu viðmót hræðist fólk mig og veit ekki hvernig það á að vera í kringum mig. Stundum öskra ég og æpi og læt særandi orð fjúka til minna nánustu, það er ekki gott.
En þrátt fyrir þetta allt saman á ég ótrúlega gott fólk að; skrýtið. Eitthvað hlýtur það að vera sem fólk þolir við mig sem lætur þessa ókosti mína yfirbuga hina góðu kosti sem gerir það að verkum að það þolir mig.
Furðuleg er mannskepnan.