Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, maí 16, 2004

Loksins!! Prófin búin, tvær einkunnir komnar sem eru ekki það góðar til að verða birtar hér, en segja má að það þurfi ekki að endurtaka þessi próf.
Og þó svo að prófin voru búin, var nóg að gera, djamma!!! Við vinkonurnar skelltum okkur út á lífið á föstudagskvöldið, kíktum á Sólon sem var eitt svitabað og ekki beint staður fyrir stúdenta í heimspekideild!! En gaman þó.
Svo varð þynnkan að bíða á laugardeginum því haldið var í vorferð Mímis, nemendafélag íslenskustúdenta, en farið var á Njáluslóðir (sem maður hefur nú oft og mörgum sinnum komið að) og vorum við frædd um landsvæðið og tengsl þess við sögu kennd við Njál. Um kvöldið var svo haldið í "grillpartý" og eurovision heima hjá mér. Stuðið hélst fram eftir kvöldi; inní stofu glimmruðu gömul eurovision lögin og voru Eyrún og Lára, eurovision spekúlantar, þar fremstar í flokki, en inní herberginu mínu sátu Gulli og aðdáendur þar sem Gulli stillti strengi gítarsins og aðdáendur sungu sælir með. Kíkt var svo niðrí bæ þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu.
Í dag var svo afslöppun eftir þetta allt saman....