Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, maí 09, 2004

Í próftíð finnur maður sér alltaf eitthvað annað að gera en að læra. Ég var að skoða afmælisdagbókina mína, svona til að sjá hverjir eigi afmæli framundan og það er bara slatti í maí sem ég þekki sem á afmæli. En aftast í bókinni, sem ég fékk í fermingargjöf frá frænku minni, er kínversk stjörnuspeki og tilheyri ég ári hanans, lýsingin á þeim hljóðar svo:
"Hanar eru iðnir, afkastamiklir og skylduræknir. Þeir leggja oft á sig langvarandi strit til að ná settu marki. Þeim hættir þó til þess að taka að sér meiri vinnu en þeir ráða við og verða fyrir sárum vonbrigðum ef þeim tekst illa upp. Hanar vilja vinna sjálfstætt á sinn hátt og bregðast hart við utanaðkomandi afskiptum. Þeir geta verið oflætisfullir og ráðríkir við getuminna samstarfsfólk og félaga. Hanar eru þekktir að hreinskilni en verði hún of harkaleg gæti orðið um vinslit að ræða. Hanar geta verið sérvitrir, dá ævintýramennsku og eru djarfir landkönnuðir."
Þá hafiði það, lýsir mér bara furðuvel held ég.
En Íslendingasögurnar bíða.....