Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, maí 11, 2004

Vá, bara nýtt look á bloggernum!!
Bara tveir dagar eftir af próflestri og á morgun verður maraþondagur þar sem ég mun fara í próf kl.9 og læra allan daginn fyrir bókmenntir til 1400!!
En hugurinn er við hljóðbreytingar, áhrifsbreytingar og tökuorð. Námskeiðið er málbreytingar sem er alveg superdúper skemmtilegt, en mikið efni að fara yfir. Og hver segir að maður geti ekki skemmt sér í próflestri? Í gær var ég að lesa yfir glósurnar og rakst á skemmtilegar staðreyndir, tilgátur manna um orsakir málbreytinga:

Germanska hljóðfærslan (p>f) stafar af því að Germanir hafi verið móðir af því að hlaupa upp og niður fjöll í Ölpunum.

Kuldans vegna í N.-Evrópu var fólk ófúst til að opna munninn, því fóru menn að segja o í stað a.

Þar sem Germanir hafi verið heyrnasljóir; eyrnamergur hafi safnast meira fyrir í eyrum þeirra en annarra þjóða, verður Germanska hljóðfærslan. (t>þ)

Já, hver sagði svo að háskólanám borgaði sig ekki?? Maður lærir allavega alltaf eitthvað nýtt get ég sagt ykkur.

Deux jours, tout le monde, deux jours!!!