Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, júní 03, 2004

Þegar ég mætti í vinnuna í morgun gat ég ekki beðið eftir pásunni svo ég gæti fengið mér kaffi, ég er orðin kaffidrykkjumanneskja, eitthvað sem ég hélt ég yrði aldrei. Nú skil ég hvernig það er að geta ekki byrjað daginn fyrr en kaffibollinn er kominn í hendina. Uuuuummmm....., hvað kaffi er gott.
Og sveitasælan er góð, veðrið er búið að leika við fjörðinn og bæjarbúa hans undanfarna daga. Sjórinn er spegilsléttur og sólin er farin að halla sér en sést þó enn, himininn er næstum heiðskýr. Hér er ekkert nema rólegheitin og afslöppun í faðmi fjölskyldunnar.
En á daginn vinnur maður eins og hestur, því á nógu er að taka í fiskinum. Mér finnst það ótrúlegt að liðin skulu vera sjö ár frá því ég síðast vann í fiski og man bara slatta enn.