Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, júní 07, 2004

Hún María Helen systir mín á afmæli í dag og vil ég óska henni til hamingju með daginn.
Það var skellt sér á ball um helgina, í tilefni af sjómannadeginum. Mikil hátíðarhöld voru hér í bæ á laugardeginum, það tíðkast víst nú til dags að halda mestu viðburðina á laugardeginum en ekki á sjómannadeginum sjálfum líkt og þegar ég var barn. En ballið var fínt, blindfullir sjóarar og vitlausir unglingar skemmtu sér vel og dansinn dunaði við tóna hljómsveitarinnar Á Móti Sól langt fram á nótt. Og þrátt fyrir að vera í litlu sjávarplássi gat maður fengið sér Hlöllabát eftir djammið, ekkert jafnast á við Hlölla. Og svo á sjómannadeginum sjálfum var bara legið í leti fram eftir degi, sumsé góð helgi í firðinum.