Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, júlí 05, 2004

Bílinn minn er ónýtur, hann dó á leið minni suður til Reyjavíkur á föstudaginn. Í sakleysi okkar systra sungum við og tröluðum í drossíunni rauðu þegar óhljóð byrjaði að heyrast frá bílnum og endaði sú leið í vegkanti við Melasveit sem er skammt frá Akranesi.
Þrátt fyrir stuttan tíma saman hefur bíllinn þjónað sínum tilgang, hann hefur staðið við hlið mér í gegnum súrt og sætt. Það hefur verið hlegið og grátið í þessum bíl og raddböndin oft og mörgu sinnum verið þanin við hljóma flottu græjana minna.
En hirðuleysi og kæruleysi mitt hefur gert það að verkum að nú stendur þarfasti þjónninn í mínu lífi dauður á bílastæðinu heima í Reykjavík. Leið hans liggur líklegast á haugana...
En ef einhver veit um ódýran góðan bíl, endilega látið mig vita. Ég lofa að hugsa vel um hann.