Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Rosalega er ég ekki að nenna að blogga þessa dagana, og hef tekið að fólk í kringum mig eru sammála. Á sumrin er maður hreinlega ekki allan daginn fyrir framan tölvuna.
En úr slorinu er gellan komin í smiðsstarfið. Unnið er átta til sjö; mitt verk er að pússa og bera á glugga.
Og svo er maður orðin kennari, já, kennslan er í jazzballet og eru nemendur mínir á besta aldri, sjálfum gelgjualdrinum 12-14 ára.
Með sönnu má segja að dagarnir hafa farið í það að vinna, borða og sofa. Einstöku sinnum er horft á sjónvarpið eða gripið í bók.
Æ, hef ekki meira að segja og nenni heldur ekki að segja meira....