Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, september 17, 2004

Bíllinn minn er kominn í lag!!
Já rauði fákurinn minn sést nú á götum borgarinnar og ég keyrandi hann brosandi út að eyrum, svo glöð yfir þessum endurfundum og endurlífgun míns besta vinar; bíllinn minn.
Hann gekkst undir aðgerð fyrr í vikunni, hann fékk nýtt hjarta og líður nú mun betur. Ég tók honum fagnandi þegar aðgerðinni var lokið og við föðmuðumst innilega eftir langan aðskilnað.
Af hverju er 'it' notað fyrir dauða hluti og dýr í ensku? Hví persónugerum við hluti og segjum hann bíllinnn, en í ensku 'it' fyrir 'car'? Erum við svona elskulegri og þykir okkur svona vænt um hlutina og dýrin okkar?
Spáum aðeins í það!