Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, september 08, 2004

Reykjavík er borg sem ég bý í. Hér er gott að vera, gott að búa og í amstri dagsins er hægt að finna rólegan stað þar sem stress höfuðborgarinnar truflar þungt hugsandi menn líkt og mig.
Þrátt fyrir rigningu og leiðindaveður hefur hjólið verið minn ökuþjónn og eftir dágott ævintýri í gær, ég sumsé datt, fékk vatnsgusu næstum yfir mig og bíl ók á mig næstum því, að þá lét ég ökuþjónin vera bíl í dag í þessu fremur miður veðri.
Skólinn er hafinn og já, skólinn er sko byrjaður. Þrátt fyrir nokkrar vinnur, djassballet og stjórnarsetu verður skólinn fyrirferðamikill þennan veturinn.
En með björtum augum lítur stúlkan fram á veginn, með bros á vör, leitandi að bíl og vonar að friður verði ríkjandi í heiminum næstu daga.
Peace out, mes amis!