Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, september 20, 2004

Sagt er að vatnið hreinsi burt syndir.....
Hvort vatnið hreinsaði burt syndir mínar veit ég ekki , en þreytan úr líkama mínum rann niður með vatninu í niðurfallið í sturtuferð minni í gær.
Þetta var löng sturta, heit og góð. Vatnsdroparnir dundu á líkama minn og amstur dagsins hurfu og líkaminn endurnærðist. Löng og heit sturta er unaðsleg og ég fann hvernig líkaminn vaknaði aftur til lífsins.