Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

föstudagur, september 03, 2004

Stúlkan er enn á lífi!!
Og nú er staðurinn höfuðborgin, búin að kveðja sveitina í bili og var maður kvaddur almennilega á síðasta degi vinnunar. Það er hefð í frystihúsum, fyrir þá sem ekki vita, að smúla þann sem er að hætta og á ég svo yndislega fjölskyldu að stjúpmóðir mín og frænka hennar réðust til atlögu þegar vinnudeginum var að ljúka og varð ég rennandi blaut. Þær hundeltu mig um allt húsið með háþrýstisprautuna sér í hönd, en sem betur fer urðu þær og nokkrar aðrar fiskmeyjar einnig fyrir barðinu á ísköldu og hörðu íslensku vatni.
Og í höfuðborginni tekur við skólalíf og öllu sem því fylgir, bílinn minn er enn dauður svo ferðamátinn þessa dagana er hjól og bíllinn hennar elskulegu móður minnar sem ég mun ræna af henni annars lagið.
En af nógu er að taka og best að fara að taka úr töskunum og gera sem ég geri best, skipuleggja fataskápinn minn!!