Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, október 04, 2004

Bíddu hver bað eiginlega um þetta veður??
Ég fór í sakleysi mínu að ná í hjólið mitt í viðgerð í morgun og hjólaði í skólann. Þegar ég svo nálgaðist háskólasvæðið var þessi litla vindhviða, sem ég hafði verið vör við á leið minni niðrí bæ, allt í einu orðinn að stórstormi og varð ég að stoppa og reiða hjólið að aðalbyggingunni þar sem vindurinn var svo mikill!!
Þegar svo heim á leið var haldið ákvað ég að fá einhvern til að ná í mig því í þetta líka mikla stormsama veður lagði ég ekki útí hjólandi heim.
Náttúrulega þegar í Breiðholtið var komið var vindurinn ekki svo sterkur, þrátt fyrir að vindsamt var hér á holtinu góða.
Í dag var ég ekki sátt við miðbæinn, en þetta er víst ekki honum að kenna. Hann ákveður ekki hvernig veðrið ætlar að haga sér.