Enn um tunglið
Þegar líður á daginn kemur tunglið í ljós, myrkrið skellur yfir borgina, kveikt er á ljósastaurum og Reykvíkingar aka um götur borgarinnar umhugsandi um atburði liðins dags. Tunglið stækkar óðum og togar okkur til sín, ásýnd þess verður meiri og heltekur athygli okkar. Tunglið sér allt, veit allt og eflaust getur það allt líka. Tunglið getur verið auga Guðs, stundum sést það stundum ekki, en tunglið er alltaf þarna.
Og ekki halda að ég sé leið eða niðurdregin, myrkur og kuldi er máski óvinur minn en ég læt þá ekki buga mig því lífsandinn og gleðin lifa innra með mér.
Varið ykkur á tunglinu, það gæti gleypt ykkur.
<< Home