Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, október 06, 2004

Já, ég er alveg hundlöt við að blogga þessa dagana.
Það bara gerist ekkert spennandi hjá mér!! Ég held ég sé fremur óspennandi manneskja. Lítil og ljót er, frek er ég, en spennandi er ég bara engan veginn!! Ég er bara ósköp venjuleg stelpa sem fer í skólann á hverjum degi, læri, vinn, fer á æfingar, hitti vinina og punktur!! Þetta er ekkert voðalega spennandi líf finnst mér. And what a girl to do?? Tjjjaaa, það eru eflaust margir með lausn á þessum vanda, so bring it on!!
Kannski ég geri bara e-ð mergjað eins og að skandalast eða öskra á kennarana eða afklæðast útá götu eða e-ð sem ég get sagt hér.
Æ, er farin að læra.....