Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, október 24, 2004

Tunglið, tunglið
taktu mig
berðu mig upp til skýja...
Undanfarin kvöld hefur tunglið verið undursamlega fallegt.
Það stækkar með hverju kvöldinu og togar í mig.
Sagt er að tunglið hafi áhrif á skap og mátt kvenna.
Ennfremur dregur tunglið fram varúlfa og sumir verða kynóðir.
En eitt veit ég að tunglið lýsir upp kaldar kvöldstundir er ég ráfa um stræti, leitandi.
Tunglið er sól næturinnar, tunglið.....