Fæturnir buguðust og héldu mér ekki uppi lengur, það gerðist svo hratt en í senn svo hægt. Hún kallaði "þarna er hinn sæti", ég leit við en var of sein. Á andartaki var hann horfinn, horfinn úr lífi mínu og hnén féllu saman og líkami minn skall ofaná ískaldar hellur gangstéttarinnar. Ég fann hvernig kuldinn lék við mig og læddist innum þunnan jakka minn, fólk gekk yfir mig, ég var orðin ósýnileg aftur. Einskis virði sem enginn vill. Skyndilega var ég toguð upp og hún sagði "þetta var ekki hann, þetta var minn sæti..." Það er þá enn von hugsaði ég og gekk áfram á gleðinnar veg, mér var farið að hlýna.
Auðvitað er þetta allt haugalýgi og í dag er dagur tungu okkar, íslenskunnar!! Allir að mæta í Stúdentakjallarann þar sem skemmtidagskrá verður í boði okkar ástkæra Mími.
<< Home