Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Hef komist að því að ég er alveg snargeggjuð
Ég hef verið með þráhyggju undanfarna daga..., ok mánuði. Þannig er mál með vexti að ég veit ansi mikið um manneskju sem ég ætti svo sannarlega ekki að vita og hef aldrei talað við einu sinni. Hvernig er þetta hægt? Ég er spæjari af bestu gerð, ég heyri stundum hluti sem ég á ekki að heyra, sé hluti sem ég á ekki að sjá og veit hluti sem ég á alls ekki að vita. Ég þefa uppi upplýsingar sem gætu gagnast mér eins og dóphundurinn í póstmiðstöðinni. Ég þykist stundum ekki heyra, sjá eða vita, en believe you me, I know. Svo ef þú hefur eitthvað að fela, gæti verið að ég viti það...
En mér finnst kúl að vera skrýtin, mér finnst kúl að vera furðuleg og fólk hneysklast á því hvernig ég haga mér. Ég gæti tekið dansspor á göngum bókhlöðunnar, ég gæti byrjað að syngja hástöfum eitthvert lagið í kennslutíma og ég gæti læðst upp að þér og hvíslað "I know"
Og þetta er sko engin lýgi!!