Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Hhhmmmmmm......
Hugurinn fer alltaf á fullt á kvöldin, rétt þegar augun lokast og ég svíf inní draumaheim undirmeðvitundar minnar, þá fæ ég alltaf brjálaðar hugmyndir, sem svífa með mér inní draumaheiminn því ég, latasta stelpa í heimi, nenni ekki að standa upp til að rita þær niður á blað.
Svo núna er ég tóm í hausnum, en samt ekki.
Ég veit alveg fullt sko, þó ég geti verið heimsk stundum og ekki fattað alveg allt strax. En ég er bara ég, eins ömurlega og það hljómar.
Ég gæti alveg skrifað um femínískar bókmenntir og lesbískan femínístan lestur á bókmenntum, en þar sem mér sjálfri finnst það takmarkað skemmtilegt ætla ég ekkert að segja frá því.
Ég ætla bara að segja ykkur frá því að ég var að sýna í gær og það gekk alveg frábærlega, vorum geggjaðar pæjurnar frá Kramhúsinu.
Og þið vinir mínir, sem ekki komuð, ykkur er fyrirgefið ef þið lofið að koma og sjá mig í Borgarleikhúsinu eða bara hvenær sem er því ég er hvort eð er alltaf dillandi bossanum hingað og þangað.
Lífið er léttur dans!!