Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Veruleikinn er kaldur.
Í sakleysi mínu ætlaði ég rétt svo að kíkja á eina mynd í Fréttablaðinu í morgun sem systir mín hafði bent mér á að kíkja á. Það var líkt og hvöss köld tuska hafi slegið andlit mitt, á forsíðu blaðsins sá ég frétt um morð sem hafði verið framið og nöfnin voru mér kunnug sem voru viðrin málið.
Í sjokki gekk ég út úr blokk minni og trúði ekki því sem ég hafði lesið, gömul samstarfsstúlka mín var látin.
Svo ung að aldri og alveg yndisleg stúlka var hún Sæunn. Í dag hafa rifjast upp fyrir mér þær stundir sem við áttum saman í vinnunni, hún kom oft til mín í bakaríið og við spjölluðum um allt milli heima og geima. Ég missti síðan samband við hana eftir að við hættum að vinna saman og fyrir nokkru hitti ég hana útá götu, sæl var hún og orðin móðir. Ég held að móðurhlutverkið hafi verið henni mjög mikilvægt og hún leit vel út.
En nú er hún horfin að eilífu úr þessum heimi og börnin hennar ungu móðurlaus. Hugur minn og hjarta hafa verið hjá fjölskyldu Sæunnar í dag.
Já maður les um svona hluti í blöðunum og finnst það leitt, en þegar þetta hentar einhvern sem maður þekkir er tilfinningin öðruvísi og óhugsandi að þetta sé veruleikinn, að veruleikinn sé svona harður og kaldur.