Ef það er eitthvað í lífinu skemmtilegt þá er það gardínuhausar og efni!!
Nei þetta er nú algjör steypa, eitthvað sem ég er orðin ansi góð í undanfarið að steypa. Ég steypi veggi og grindverk, skó og ljós. Nei hætti nú alveg, gjörsamlega gengin af göflunum!!
Nú er próftíð og heilinn á mér í rugli, útlit mitt líkist afturgöngu úr Dawn of the Dead og herbergið mitt er uppfullt af ryk og rykmaurum sem safnast saman hverja mínútuna. Og svo finnst fólki að maður ætti að vera komin í jólaskap!!?? Áttu annan betri. En nú verður tekið á því, herbergið þrifið almennilega, ljósakort keypt og eitthvað verð ég að fara gera við ógeðið á höfðinum á mér sem kallast hár. Og já, LÆRA!!!!!!
En jólaskap, getið þið gleymt, því ólíkt held ég öllum í heimnum, meir að segja þeim sem ekki vita hvað jól eru, þá er ég svo óstjórnlega lítið fyrir jól að ekki finnst taug í mínum líkama sem kippist við af gleði er hún heyrir jól. Jóla, jóla, jóla!! Nei, takk!! Ekki það að ég taki þátt í öllu þessu standi, en með árunum hefur það bara veitt mér minni og minni ánægju og sérstaklega þegar maður hefur engan tíma til að gera allt sem maður þarf að gera. Ég er nefninlega í prófum og þarf að hugsa um muninn á tákni og symbóli, skrifa ritgerð um þróun skriftar og stafrófs og læra alla þá orðræðu sem á sér stað í bókmenntagreiningakenningum síðustu aldar!!
Orðræða er et smukt ord, men jul er et gammelt ord ur hedensk, tak for kaffet!
<< Home