Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

miðvikudagur, desember 22, 2004

Lífið er einn stór garður og við erum mismunandi blóm í honum. Ég kýs að líkja mér við rós, rauð og fögur en hörð og ef þú kemur nálægt munt þú stinga þig á þyrnum mínum. En ég reyni þó að halda þyrnunum í skefjum og láta þær ekki ná til þín. Ég er umkringd alls konar flóru af mismunandi tegundum blóma, sum eru blá á litinn sum eru gul. En flóra lífsins er yndisleg, líkt og blómahaf af alls konar litum sem lýsa upp daginn og gefa lífinu lit.
Og það er ekkert jafn skemmtilegra en að bæta í safn blómana í kringum sig, nýr litur og nýjir eiginleikar sem færa rósinni nýja sýn.
Gleðileg jól elskurnar mínar og njótið nýja ársins sem óðum styttist í..