Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

fimmtudagur, desember 09, 2004

Mitt uppáhaldssjónvarpsefni þessa dagana er dressmanauglýsingarnar, fyrirsæturnar í þeim eru skuggalega sætir. Hvað ég vildi að ég myndi mæta einum þeirra á Laugaveginum, þá myndi ég kalla á eftir honum "hey sæti, ertu til í kaffi og smákökur heima hjá mér, samræður um orðræðu og myndhvörf?" Og hann myndi brosa töffarabrosi sínu, blikka til mín gangandi í burtu. Ég lifi í draumi!
Sætir strákar já, hvar finnur maður svoleiðis? Hef leitað víða og hvergi fundið, er að hugsa með mér að sleppa því bara og láta sæta stráka finna mig uppi!!
En hver þarf svo sem sæta stráka þegar maður hefur nýju fötin mín! Fór í dag ásamt fríðu föruneyti og verslaði mér þrjú stykki fatarkyns, mjög stolt af mér. Svo skunduðum við og litla maníuvinkona mín okkur á nýja kaffihúsið, sötruðum kaffi og fengum okkur súkkulaðiköku. Hvað það er yndislegt að vera í prófum!