Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

mánudagur, janúar 24, 2005

Þessi dagur, þetta kvöld...
ótrúlegt hvað hlutirnir í lífi manns geta umsvifalaust breyst, umturnað lífi manns. Líkt og skyndilegur hvirfilbylur sem rífur þig upp, hristir vel í þér og skellir þér svo hratt og fast niður á jörðina og þú skilur ekkert hvað gerðist.
Og afleiðingarnar, já þær geta verið misjafnar. En alltaf er þetta spurning um viðhorf, viðhorf til lífsins og þín sjálfs. Valið er þitt, þú velur að vera leiður og láta lífið þjóta framhjá þér, en þú getur líka valið það að lifa, vera glaður og leyfa reiðinni, biturleikanum og hatrinu sigla sinn sjó. Stundum er það erfitt og sálin heltekin af tilfinningum sem þér finnst þú ekki geta sleppt, en svo auðvelt er það að bara sleppa, rétt eins og sleppa þunga pokanum. Pokinn bara dettur og hverfur, en þú stendur eftir léttari, glaðari og getur staðið upprétt og lifað lífinu. Slæmu minningarnar verða einungis minningar um liðinn tíma, þær verða hluti af lífi þínu en heltaka það ekki. Til er fólk sem læknast af illvænlegum sjúkdómum og telur fólk það vera kraftaverk, kraftaverkið er valið, valið að velja heilbrigði og hafna sjúkdómnum. Slíkt er líka hægt með sálarinnar angist, hægt er að breyta henni í gleði og kærleika.
Sumir hræðast lífið, aðrir fagna því á hverri stundu. Sumir sogast hægt og hægt inní myrkviði sjálfs síns og sjá aðeins myrkrið, aðrir lifa sífellt í bjarta ljósinu og fá aldrei nóg af því.
Hvers vegna veljum við ekki bara auðveldu leiðina? Gleðina, ástina og umframt allt lífið? Það er svo einfalt.
Hugsið málið.....