Það fyrsta sem beið mín er ég kom heim í gærkveldi var risa.. og þá meina ég risa stór nóa kropp poki sem mútta hafði keypt. Þar með byrjaði átakið ansi vel. En nei nei, það verður sko tekið á því núna bara þegar pokinn er búinn!!
Og í kringum mig er fólk alveg að meika það!!
Hún litla systir mín átti afmæli í gær, 17 ára gömul stúlkan og komin með bílpróf!! Hún segist nú ekki vera neitt lítil en fyrir mér er hún snúllan mín lítil og er stóra systir hennar(sem er nú reyndar ekkert svo stór!!) afar stolt af henni.
Lára vinkona mín er á hraðri uppleið í félagsmálunum, skipar hún 7. sæti á lista til Stúdentaráðs fyrir Röskvu. Sú stúlka mun ná langt í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og vel það.
En sumir sem ég þekki eru ekki svo heppnir, óheppnin þefar þá uppi, say no more....
<< Home