Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

laugardagur, febrúar 26, 2005

Aldrei bjóst ég við því að þegar ég kæmi heim aftur frá útlöndum myndi Ísland virka sem stórt land og fjölmennt, en þannig leið mér þegar ég keyrði um stræti Reykjavíkur eftir að koma heim frá Færeyjum í gær.
Í Færeyjum búa um 50.000 manns, tala færeysku og búa í húsum með grasi á þökunum. Þeir borða þurrkað lambakjöt, fíla Ísland og íslenska nýyrðasmíði og eru stoltir af söngvum sínum og dönsum.
Ég mæli eindregið með því að fara til Færeyja, þar er rólegt og notalegt að vera og alls ekki stórt.
Þegar ég kom heim áttaði ég mig á að Reykjavík er orðin heimsborg, hún er mjög international og ágætur færeyingur sagði að hún væri meiri heimsborg en Kaupmannahöfn.
gjamm og djá!