Hvað er girnilegt við kattarmat?
Ég held að það sé auglýsing fyrir wiskas, sem er kattarmatur, og auglýsingin er fremur sniðug. Þegar kötturinn er að fá sér að éta stekkur lítil mús fram með útvarpstækið sitt og dillar sig fyrir framan köttinn sem lítur ekki einu sinni á blessaða músina því maturinn hans er svo góður. Og í restina er kattamatinum líst sem stökkum að utan en mjúkann að innan og svona sýnt hvernig maturinn er rosa girnilegur...,uuummmmmm ég fæ alveg vatn í munninn....not!! Og halda auglýsendur að kettirnir séu hlaupandi að imbanum þegar þeir sjá glita í auglýsinguna þegar þeir valsa um heimilið og væla síðan í eigendum sínum um að kaupa wiskas mat en ekki einhvern annan mat? Æ, mér finnst þetta fullmikið...
<< Home