Sigurrós

Lífið er dans á rósum!!

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Mér var litið inní bíl nokkurn á leið minni í dag.
Í gegnum glerið sá ég glita í pizzukassa, bjórdós og bókina spor í bókmenntafræðum. Einnig sá ég hvítt pæjuvesti og bleika tösku. Ég staldraði við og velti fyrir mér hvað eigandi þessa bíls ætti spennandi líf, en áttaði mig fljótlega á því að ég væri eigandinn. Ég brosti útí húmið og spurði sjálfa mig, á ég svona spennandi líf?